Þrjár leiðir til að viðhalda heilbrigðum lífstíl

Hversu oft hefur þú farið af stað með háleit markmið um aukna hreyfingu á nýju ári, aðeins til þess að gefast upp á þeim nokkrum vikum síðar?  Eða ætlaðir þú að breyta mataræði þínu til hins betra aðeins til að standa þig fljótlega að því að vera komin aftur í þínar gömlu venjur. Fyrirætlanir okkar eiga það til að dofna eða gleymast þegar við mætum mótæti eða hvatning og áhugi minnkar.  En hvað er það sem gerir okkur svo erfitt fyrir að viðhalda breytingum á lífstíl til frambúðar?

Einfalda svarið er að við erum flest mjög vanaföst. Það kostar orku og meðvitaða ákveðni að þjálfa heilann í að staldra við og gera hlutina öðruvísi en við erum vön.

Til þessa að reyna að breyta lífstíl okkar eru hér nokkur ráð sem gætu hjálpað.

  1. Byrja smátt með raunhæfum markmiðum og auka svo við þau eftir því sem hentar. Allt eða ekkert nálgunin hjálpar ekki.  Metnaðarfull markmið geta verið hvetjandi í byrjun en þegar við reynum að breyta of mörgum hlutum í einu getur það leitt til vonbrigða.
  2. Tækifæri til að gera breytingar. Ef þú vilt hreyfa þig meira er viturlegt að auka smám saman hreyfingu þína til dæmis um 10 mínútur á hverjum degi eða jafnvel um10 mínútur nokkrum sinnum á dag. Velja stigann í stað lyftunnar. Fara í stutta göngu eða skokk eftir kyrrsetutíma.
  3. Þolinmæði er mikilvæg. Skráðu niður jákvæðar breytingar með dagbók eða rafrænu forriti svo að þú getir séð breytingarnar svart á hvítu. Mundu að það getur tekið tíma að sjá árangur. Taktu eftir breytingunum sem verða á líðan þinni og fagnaðu hverju skrefi á leiðinni, líka þeim smáu.

Þó að breytingar geti verið erfiðar er ásetningur, tími og viðleitni mikilvæg í því að breyta hegðun okkar og hugsun.  Með því að endurtaka góða hegðun aftur og aftur sköpum við góðar venjur sem með tímanum verða auðveldari og okkur eðlilegar. Haltu því áfram og þú munt uppskera og viðhalda betri

Höfundur greinar