Bólgusjúkdómar í hlust

Efnisyfirlit

Hvað er hlustargangsbólga?

Bólga eða exem í hlustinni.

Hver er orsökin?

Hlustargangsbólga er oftast vegna bakteríu, veiru- eða sveppasýkingar í hlustinni. Þetta stafar oft af því að verndandi fituefni, sem eyrað gefur frá sér eru horfin. það getur m.a. verið vegna of mikils hreinlætis. Skemmd á hlustinni getur einnig verið hluti af orsökinni.

Hver eru einkennin?

 

  • Yfirleitt byrjar þetta með kláða í eyranu.
  • Mjólkurkenndur vökvi eða vatnskenndur getur lekið úr eyranu.
  • Verkir í eyranu, sem versna þegar þrýst er á brjóskið framan við eyrað og þegar kjálkinn er hreyfður.
  • Hlustin getur þrengst vegna bólgumyndana.
  • Í sumum tilfellum fylgir þessu vægur hiti.
  • Í erfiðari tilfellum skerðist heyrnin.

 

Hver er orsökin?

  • Óhreint sundlaugarvatn.
  • Klórvatn sem þurrkar hlustina.
  • Hvers kyns busl, ef höfðinu er stungið ofan í vatnið.
  • Erting frá aðskotahlutum, eins og eyrnapinnar eða eyrnatöppum sem fara langt inn í eyrað.
  • Mikil eyrnamergsframleiðsla.
  • Ofnæmistilhneiging, húðofnæmi.
  • Sykursýki eða aðrir sjúkdómar, sem draga úr virkni ónæmiskerfisins.
  • Hárúði eða hárlitur sem fer inn í hlustina.

Hvað er hægt að gera til að forðast hlustargangsbólgu?

  • Forðist að hreinsa eyrað með eyrnapinnum, hreinsiefnum eða öðru þess háttar.
  • Hafi viðkomandi fengið hlustargangsbólgu áður er mjög gott að meðferð hefjist strax við fyrstu einkenni.

Ráðleggingar

Forðast skal að vatn fari í eyrun fyrstu þrjár vikurnar eftir að einkennin hverfa. Notuð sé sundhetta eða vatnsheldir eyrnatappar þegar farið er í bað. Algengt er að hlustargangsbólga taki sig upp aftur.

Hvað gerir ástandið verra?

Bólgan getur valdið miklum verkjum í eyranu. Bólgan getur orðið langvarandi og erfitt að meðhöndla hana. Ígerð getur komið í hlustina.

Batahorfur

Yfirleitt er hægt að lækna bólguna á 7 til 10 dögum.

Hver er meðferðin?

Mikilvægast er að forðast frekari ertingu á húðinni í eyranu, bæði hvað varðar notkun eyrnapinna sem og nudd með fingrum þar sem slíkt dregur úr batanum. Læknirinn/hjúkrunarfræðingurinn mun sennilega hreinsa eyrað. Lyfjameðferð getur verið nauðsynleg, ýmist staðbundin í eyra,  töflur eða hvoru tveggja.

Greinin var uppfærð 9.mars 2020 af Guðrúnu Gyðu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðingi

Höfundur greinar