Naglsveppur

Efnisyfirlit

Hvað er naglsveppur?

Naglsveppur orsakast af húðsveppasýkingu. Til eru þrjár tegundir húðsveppa sem leggjast annað hvort á jörðina (geofile), dýr (zoofile) eða fólk (antropofile). Þeir sveppir sem orsaka fóta-og naglsveppasýkingu leggjast eingöngu á fólk. Algengustu tegundirnar eru kyrnissveppir (trichophyton mentagrophytes og trichophyton rubrum).

Fræðiheiti naglsveppa er Tines unguium, onychomycosis eða Dermatophytosis unguium.

Hver er orsökin?

Naglsveppir geta herjað á neglurnar eða komið í kjölfar illa meðhöndlaðra fótsveppa. Fótsveppir geta dreift sér um allan líkamann og vaxið inn í nöglina.

Hver eru einkennin?

  • Hvít skán á nöglinni.
  • Þykknuð, mislit nögl.

Hverjir eru í áhættuhóp?

  • Ungt fólk, sérstaklega þeir sem ganga mikið í íþrótta- eða gúmmískóm.
  • Íþróttafólk.
  • Einstaklingar sem þurfa vegna vinnu sinnar að nota lokaða skó.

Hvað er til ráða?

  • Þvo sér daglega um fæturna og leyfa þeim að þorna vel áður en farið er í sokka og skó.
  • Nota einungis bómullar- eða ullarsokka og skiptu um sokka a.m.k. tvisvar á dag eða í hvert skipti sem þú svitnar.
  • Forðast skó úr gerviefnum og nota helst leðurskó eða sandala.
  • Hægt er að púðra fætur og skó með sveppalyfjum.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Yfirleitt er greiningin byggð á sjúkdómseinkennum. Einnig er tekið sýni til ræktunar.

Batahorfur

Erfitt getur verið að eiga við naglsveppi, sem geta verið þrálátir og komið aftur þrátt fyrir meðhöndlun.

Hver er meðferðin?

Ýmis sveppalyf eru til gegn húðsveppum og getur meðferðin verið staðbundin meðferð með kremum eða töflur til inntöku.

Greinin birtist fyrst árið 2015 en var uppfærð 16.apríl 2020

 

Höfundur greinar