Stöðusvimi

Stöðusvimi er vegna smásteina eða kristalla sem losna inn í jafnvægislíffærinu í innra eyra. Þetta lýsir sér sem hringekjusvimi þar sem allt hringsnýst fyrir augunum á manni, nærri því strax eftir hreyfingu t.d. þegar maður veltir sér í rúmi eða snýr sér snöggt til hliðar. Oftast stendur sviminn yfir stutt og gengur yfir á u.þ.b. 15-30 sekúndum, en þá hafa kristallarnir farið aftur á sinn stað. Ef að sviminn lagast ekki af sjálfrum sér þá er meðferðin við þessu gerð hjá lækni með fyrirfram ákveðnu ferli til þess að kristallarnir fari aftur á réttan stað í jafnvægislíffærinu.

Það eru til æfingar sem hægt er að gera heima en þá verður þú að vita hvoru megin kristallaflakkið er. Þú leggst aftur á bak og ferð með höfuðið hægt á vinstri hlið – ef það hringsnýst ekki þá er það ekki vinstra megin og öfugt.

Svimi frá vinstra eyra

Æfing einu sinni á dag þar til sviminn lagast Sitja á rúmstokknum og horfa til hægri (þ.e. snúa höfðinu til hægri) 1. Leggjast á hægri hlið (á hæ.öxl), þá snýr andlitið skáhallt ofan í dýnuna. Bíða í þessari stellingu í 20 sek.

  1. Rísa upp og leggjast rólega út á vinstri hlið (á vi.öxl), og þá veit andlitið skáhallt upp á við. Bíða þannig í 20 sekúndur eða þangað til sviminn (sem getur komið í þessari stöðu) er genginn yfir.
  2. Sveifla sér síðan eins hratt og hægt er yfir á hægri hlið í sömu stellingu og upphaflega sbr. (1) og bíða í þeirri stöðu í 10 mínútur.

Svimi frá hægra eyra

Æfing einu sinni á dag þar til sviminn lagast Sitja á rúmstokknum og horfa til vinstri (þ.e. snúa höfðinu til vinstri)

  1. Leggjast á vinstri hlið (á vinstir öxl), þá snýr andlitið skáhallt ofan í dýnuna. Bíða í þessari stellingu í 20 sekúndur.
  2. Rísa upp og leggjast rólega út á hægri hlið (á hæ. öxl). Og þá veit andlitið skáhallt upp á við. Bíða þannig í 20 sekúndur eða þangað til sviminn (sem getur komið í þessari stöðu) er genginn yfir.
  3. Sveifla sér síðan eins hratt og hægt er yfir á vinstri hlið í sömu stellingu og upphaflega sbr. (1) og bíða í þeirri stöðu í 10 mínútur.

HÉR eru ítarlegri leiðbeiningar.

Höfundur greinar