Bjúgur, roði og hiti í andliti

Ég vaknaði í fyrradag þrútinn í andliti og því fylgdi roði, hiti og smá sjóntruflanir á hægra auga. Bjúgurinn virðist vera meiri hægra megin í andliti líka.
Hef undanfarna daga verið að passa að drekka nóg vatn en fundist vera frekar þurr, getur þetta tengst því?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Bjúgur ætti ekki að versna ef þú eykur við þig vatnsdrykkju heldur þvert á móti. Ég set HÉR tengil á góða grein um bjúg og ráðlegg þér að heyra í heilsugæslulækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur