Blóðþrýstingsfall

Hvað er eðlilegt að blóðþrýsingur sveiflist mikið?
Td við það að fara úr liggjandi stöðu í standandi.
Hvað er óásættanlega mikið fall?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er eðlilegt að blóðþrýstingur sveiflist örlítið yfir daginn, en þá aðallega innan eðlilegra marka sem gefin eru hér að ofan. Hann hækkar við það að t.d. hreyfa sig og við mikla streitu. Svo lækkar hann í hvíld og hjá sumum lækkar hann eftir að hafa borðað stóra máltíð.

Ef þú telur þig vera með stöðubundið blóðþrýstingsfall mæli ég með að þú leitir til þíns heimilislæknis og látir athuga það.

Hér og hér er smá fróðleikur um blóðþrýsting, lágan blóðþrýsting og blóðþrýstingsfall.

Vona að þetta hafi svarað þinni spurningu

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur