Brjóstastækkanir með fituflutningi

Spurning:

Sæl.

Eru brjóstastækkanir framkvæmdar hér á landi með fituflutningi. Er þetta álitlegri kostur en silikonpúðar og hvar er þetta þá gert ef svo er.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl.

Þakka þér fyrirspurnina. Hægt er að flytja fituvef og fylla upp þar sem vantar meiri þrýstni. Hins vegar hefur það ekki gefist nógu vel því stundum rýrnar flutti fituvefurinn og þá næst ekki sá árangur sem til var ætlast. Sílikon fylling væri því álitlegri kostur að því er ég tel.

Ég ráðlegg þér að leita til lýtalæknis og ræða við hann um væntingar þínar. Í viðtali og skoðun getur hann ráðlagt þér hvað hentar þér best varðandi þitt vandamál.

Bestu kveðjur.
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu