Ég braut munnmæli og kvikasilfur fór á gólfið hjá mér

Spurning:

Sæl.

Ég braut munnmæli og kvikasilfur fór á gólfið hjá mér. Mig langar að vita hvernig er best að hreinsa það upp og einnig hvort það sé mjög heilsuspillandi að komast í snertingu við það.

Er þetta hættulegt fyrir óléttar konur?

Svar:

Sæl og blessuð.

Kvikasilfursgufur eru hættulegar og þess vegna er mjög mikilvægt að hreinsa upp allt kvikasilfrið af gólfinu. Best er að safna því saman t.d. með hörðum pappaspjöldum (forðast að snerta það með berum höndum) og ná því síðan upp með blaði eða límbandi, setja í lokað ílát og koma því í næsta apótek eða til Sorpu. Ekki nota ryksugu því þá er hætta á að kvikasilfursgufur dreifist um andrúmsloftið.

Ekkert bendir til þess að snerting við lítið magn kvikasilfurs í stuttan tíma sé hættulegt fyrir ófrískar konur.

Bestu kveðjur,
Guðborg Auður Guðjónsdóttir, lyfjafræðingur við Eitrunarmiðstöð

Hér fyrir neðan er veffang Eitrunarmiðstöðvarinnar, á heimasíðunni má finna ýmsar upplýsingar um starfsemina.

Heimasíða Eitrunarmiðstöðvarinnar