Hvað er Nóra veira

Góðan daginn
Er búin að vera með magapes og niðurgang og heyrði að nora eða nóra veira væri að ganga.
Er hægt að fá eitthvað við nora veiru ef maður er með hana eða það bara eitthvað sem þarf að læknast með tímanum.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Noro veirur valda  einkennum frá meltingarvegi, uppköstum og niðurgangi.

Meðferðin snýst fyrst og fremst að einkennunum en virusinn sjálfan er ekki hægt að meðhöndla með lyfjum.

Þú getur lesið þér betur til hér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur