Sæl verið þið. Ég fór í blóðrannsókn 2017 og þá voru hvít blóðkorn 4.2, en nú í ágúst 2020 eru þau 3.1.
Er búin að vera undir miklu álagi nú síðustu 6 mánuði, getur það verið ástæðan á þessari lækkun og er þetta í lagi ? Ég ætla í endurtekna rannsókn eftir ca. 6 mánuði.
Með fyrirfram þökk.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Lækkun á hvítum blóðkornum getur verið útaf ýmsum ástæðum og ég mæli með að þú heyrir í þínum lækni og ræðir við hann um líklegar ástæður.
Þú getur líka lesið þér aðeins til um hvít blóðkorn t.d. hér: https://doktor.is/fyrirspurn/hvit-blookorn
Gangi þér vel,
Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur