Ristill sjúkdóminn má fara í sundlaugar með útbrot?

Sæl .ég er búin að vera með Ristil sjúkdóminn og útbrotin eru búin að vera um mig miðja frá undir hægra brjósti og aftur á mitt bak við herðablaðið.útbrotið kom fyrir ca 1mánuði og eru að hverfa en ekki alveg farin.
Spurningin er má ég fara í almennings sundlaugar núna ?
Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég set tengil á ágæta grein um Ristil sjúkdóminn HÉR sem getur vonandi komið þér að gagni.

Útbrotin og vessinn í þeim er það sem smitar  og um leið er ákveðin hætta á að útbrotin geti sýkst svo það borgar sig að sleppa sundferðum þar til útbrotin eru að fullu horfin.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur