Góð ráð við of lítilli þyngd

Of lítil þyngd getur verið jafn bagaleg og of mikil þyngd

Margir stríða við vandamál sem er þveröfugt við offitu. Þeir eru of grannir og geta ekki þyngst.  Einna erfiðast er það þeim sem þjást af þrálátum sjúkdómi sem rænir þá matarlystinni og eykur brennsluna. En fullfrískir menn eiga líka við þennan vanda að etja. Staðreyndin er að margir standa í ströngu við að halda þyngdinni í skefjum en til er hópur grannra manna sem á í jafn miklum raunum við að þyngja sig um 4-5 kíló.

Grannt fólk er langlífara en gildvaxið fólk

Fólk sem er grannt að upplagi og reykir ekki, er samkvæmt tölfræðinni langlífara en annað fólk. Hins vegar er ekki vitað hvers vegna sumt fólk fitnar ekki þrátt fyrir mikla fyrirhöfn við það að bæta á sig kílóum.

Ástæður

Rannsóknir benda til þess að margir sem eru of léttir þjáist ekki af átröskunum en eigi samt í erfiðleikum með að þyngjast. Grannt fólk hneigist til þess að hreyfa sig meira og borða mat með minna fituinnihaldi en aðrir og oft er talað um að það brenni hraðar. Ýmislegt bendir einnig til þess að erfðir stjórni því líka hve grannt fólk er. Of lítil þyngd getur stundum stafað af reykingum en þær minnka matarlystina og auka brennsluna.

Ráðlegt mataræði fyrir þá sem eru of léttir

Sömu ráðleggingar eru í grunninn fyrir of grannt fólk og aðra. Fjölbreytt fæði úr öllu fæðuflokkunum og sem minnst unnið. Ef mataræðið er frekar fitusnautt er hægt að auka fituinnihald í matnum sem borðaður er. Til að hraða ekki æðakölkun og auka hættuna á blóðtappa, ætti sérstaklega að neyta meira af „hollri“ fitu og nota þess vegna meira af repjuolíu, ólífuolíu eða sólblómaolíu við matargerðina, borða meira af avókado, jarðhnetum, hnetum, möndlum og auk þess feitan fisk (makríl, lax, sardínur og síld).  Meiri neysla hollrar fitu og lýsis eykur ekki hættuna á hjartæðasjúkdómum og sykursýki. Gott, dökkt súkkulaði og mögulega 1-2 vínglös auka hitaeiningafjölda fæðisins.

Aðstoð  næringarfræðing við að fara yfir mataræðið og sníða það að persónulegum þörfum kemur oft að góðu gagni.

Hreyfing

Það kann að virka mótsagnarkennt en hreyfing er öllum nauðsynleg. Grannir einstaklingar sem vilja þygnjast eiga þá að einbeita sér að hreyfingu sem byggir upp vöðamassa en horfa síður á æfingar sem miða að aukinni brennslu. Vöðvar eru jú þyngri en fita.

Einkaþjálfarar geta aðstoðað við að velja saman rétt æfingaplan fyrir þann sem vill þyngjast án þess þó að verða að vöðvatrölli.

Höfundur greinar