Margir kannast við það hjá sjálfum sér að vera varkár, t.d. ganga úr skugga um að rafmagnstæki séu aftengd, útihurðar læstar og gluggar lokaðir. Þeir sem þjást af áráttu- og þráhyggjuröskun eru helteknir af slíkum ótta og þessi ótti hefur stöðug áhrif á lífið. Þráhyggjan er mjög óþægileg og truflandi fyrir viðkomandi.
Þráhyggjuhugsanir hafa þau áhrif á einstaklinginn að honum finnst hann verða að framkvæma vissar athafnir, sem teljast vera áráttuhegðun, til að tryggja öryggi sitt eða annarra. Þessar hugsanir og hegðan valda miklum óþægindum, kvíða og skömm. Það er áætlað að 2-3% Íslendinga þjáist af áráttu- og þráhyggjuröskun. Algengast er að einkenni komi fyrst fram í bernsku eða á unglingsárum.
Áráttu- og þráhyggjuröskun einkennist oft af:
- Síendurteknum og yfirþyrmandi kvíðatengdum hugsunum
- Fólki finnst það nauðbeygt til að framkvæma ákveðnar athafnir, oft vegna ótta um að eitthvað slæmt gerist ef þær eru ekki framkvæmdar
- Ótta við smit, sjúkdóma og óhreinindi
- Stöðugri talningu og / eða eftirliti
- Hugsunum um óhöpp
- Félagsleg einangrun fylgir oft því að vera með áráttu og þráhyggjuröskun.
Meðferð gefur oft góðan árangur og dregur verulega úr þessum vanda einstaklinga.
Greinin er fenginn af vef Geðhjálpar og birtist með góðfúslegu leyfi þeirra
Höfundur greinar
Geðhjálp
gedhjalp.is
Allar færslur höfundar