Grein: Zíkaveira

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira en meðal þeirra eru beinbrunaveira og guluveira (yellow fever). Þær smitast með moskítóflugum og valda oftast litlum sem engum einkennum. Einkennin lýsa sér með hita, útbrotum, liðverkjum og tárubólgu. Þau vara frá nokkrum dögum til viku og leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Zíkaveiran uppgötvaðist fyrst í …

Sjúkdómur: Nóróveirur

Niðurgangur af völdum nóróveira er algeng orsök þarmasýkinga út um allan heim. Hún greindist í fyrsta sinn í tengslum við hópsýkingu í grunnskóla í Norwalk, Ohio í Bandaríkjunum árið 1972 og er fyrsta veiran sem tengd var einkennum frá meltingarvegi. Nóróveirur ásamt sapóveirum flokkast undir caliciveirur. Nóróveiran er með fimm …

Grein: Lifrarbólga C

Hlutverk lifrarinnar Lifrin, eitt stærsta líffæri líkamans, er staðsett ofantil í kviðnum hægra megin. Lifrin er lífsnauðsynleg mannslíkamanum og gegnir margþættu hlutverki: Breytir fæðunni í efni sem nauðsynleg eru lífi og þroska. Framleiðir mikilvæg eggjahvítuefni fyrir líkamann. Forðabúr fyrir orku. Fjarlægir eitruð úrgangsefni úr blóðinu og hreinsar þau úr líkamanum. …

Sjúkdómur: Berklar

Berklar er alvarlegur smitsjúkdómur, sem orsakast af bakteríunni Mycobacterium tuberculosis. Mycobacterium bovis, sem veldur berklum í nautgripum, getur einnig orsakað sýkingar í mönnum. Bakterían berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst hún um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er …

Grein: Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps)

Hettusótt er bráð og mjög smitandi veirusýking sem leggst oftar á börn en fullorðna. Sýkingin er yfirleitt hættulaus og gengur fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum. Flestir fá hettusótt bara einu sinni á ævinni. Faraldsfræði Árin 2005/2006 og 2015 kom …

Sjúkdómur: Lekandi

Hvað er lekandi? Lekandi er kynsjúkdómur sem stafar af bakteríunni Neisseria gonorroheae, en bakterían tekur sér bólfestu í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hvernig smitast lekandi? Smit á sér stað við samfarir þegar sýkt slímhúð kemst í snertingu við slímhúð bólfélagans. Smitun getur einnig átt sér stað við endaþarms- og munnmök. Hvernig …

Sjúkdómur: Kíghósti

Kikhósti, í daglegu tali oft nefndur kíghósti, er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum einkum á fyrstu mánuðum ævinnar en hjá unglingum og fullorðnum þekkist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta en í raun er algengara að sýkingin valdi einfaldlega kvefeinkennum hjá þessum aldurshópum. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem …

Sjúkdómur: Kynfæravörtur – HPV

Hvað eru kynfæravörtur? Kynfæravörtur eru sýking af völdum Human Papilloma Virus sem skammstafast HPV. Margar gerðir eru þekktar af þessari veiru og hafa sumar þeirra verið tengdar leghálskrabbameini. Það eru einkum tvær tegundir veirunnar (HPV 6 og HPV 11) sem valda vörtum sem koma á slímhúð og húð, sérstaklega á …

Sjúkdómur: Kossageit

Kossageit (impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum er orsökuð af grúppu A streptókokkum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist einan sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í hálsi og á órofinni húð án þess að gefa nokkur einkenni …

Sjúkdómur: Rauðir hundar

Rauðir hundar er veirusjúkdómur sem veldur oftast vægum einkennum hjá börnum en getur lagst þyngra á fullorðna. Í stöku tilfellum getur þessi veirusýking valdið liðbólgum og heilabólgu hjá heilbrigðum einstaklingum. Veikist kona af rauðum hundum á meðgöngu er hætta á alvarlegum fósturskaða einkum ef það gerist á fyrstu þrem mánuðum …

Sjúkdómur: RS vírus

RS-veira er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarvegi. Sýkingin veldur kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun sérstaklega hjá mjög ungum börnum. Þetta er algengur sjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa en getur lagst þungt á fyrirbura og ung …

Grein: Kampýlobakter

Kampýlóbakter er algeng baktería um allan heim og smitar bæði menn og dýr. Í dýraríkinu er hana einna oftast að finna í fiðurfé. Margar tegundir eru til af bakteríunni en Campylobacter jejuni er langalgengasta orsök sýkinga í mönnum. Aðrar mun sjaldgæfari tegundir eru Campylobacter coli og Campylobacter lari. Hérlendis greinist á ári hverju fjöldi einstaklinga …

Sjúkdómur: Mislingar (Morbilli, measles)

Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Faraldsfræði Mislingar var algengur sjúkdómur á meðal barna hér á árum áður. Eftir að farið var að bólusetja gegn honum hefur dregið mjög úr algengi hans …

Sjúkdómur: Kláðamaur

Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr sem lifir í húð manna. Þetta er algengur húðsjúkdómur um allan heim sem getur smitast við kynmök. Hvernig smitar maurinn? Kláðamaur smitar við nána snertingu en einnig á annan hátt, svo sem ef sofið er í rúmi smitaðs einstaklings þar sem ekki hefur verið skipt um rúmföt …

Sjúkdómur: Árleg inflúensa

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar búast má við árlegum inflúensufaraldri. Inflúensa geisar hér á veturna á hverju ári og getur verið misalvarleg. Einkenni inflúensunnar eru yfirleitt sérstök. Þau eru bráð, með höfuðverk, háum hita, hósta og hálssærindum og beinverkjum. Flestir ná sér innan viku og oftast fylgir …

Sjúkdómur: Salmónellubakteríur – sýkingar

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Margar sermisgerðir sýkja bæði …

Sjúkdómur: Beinbrunasótt

Blæðandi beinbrunasótt/Lost af völdum beinbrunasóttar (Dengue fever/Dengue hemorrhagic fever/Dengue shock syndrome) Beinbrunasótt er landlægur sjúkdómur á eftirtöldum landssvæðum: Suður- og Mið-Ameríku, Afríku, Miðausturlöndum, Asíu, Ástralíu og Vestur-Kyrrrahafseyjum. Fregnir berast af og til um faraldra á þessum svæðum. Stöku tilfelli beinbrunasóttar greinast á Norðurlöndum hjá ferðamönnum sem snúa heim eftir dvöl …

Grein: Spurningar og svör um fuglaflensu

Spurning Er óhætt að ferðast til landa þar sem fuglaflensa hefur verið staðfest? Svar Já, það er alveg óhætt. Líkur á smiti fyrir hinn almenna ferðamann eru nánast engar. Hollráð fyrir ferðamenn má finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Spurning Í hvaða löndum hefur fuglaflensa komið upp? Svar Bestar upplýsingar um lönd …

Grein: Höfuðlús, lús

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er …

Sjúkdómur: Miltisbrandur

Miltisbrandur er Íslendingum ekki með öllu ókunnur því hann kom fyrst til landsins á 19. öld og olli hér nokkrum búsifjum og sýkingum meðal manna. Sjúkdómnum veldur sýkill að nafni Bacillus anthracis. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. …

Sjúkdómur: Meningókokkasjúkdómur

Sjúkdómurinn Heilahimnubólga og blóðsýking af völdum meningókokka baktería, Neisseria meningitides, valda svonefndum meningókokkasjúkdómi. Slíkar sýkingar leiða oftast til dauða ef ekki er brugðist skjótt við með viðeigandi greiningu og meðferð. Sjúkdómurinn er algengastur í börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Útbreiðsla hans er oft tilviljanakennd en hann getur …